Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 134 svör fundust

Hvað er til í því að nafnorðið peysa sé franskt að uppruna?

Sagan um franskan uppruna orðsins peysa er skemmtileg. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu íslenska bændur: „paysan, paysan“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Íslendingar hafi misskilið orðið, haldið að verið væri að benda á prjónapeysurnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Þótt sa...

Nánar

Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því?

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:Er munur á því að segjast slátra dýri eða lóga því? Með öðrum orðum nýtir maður dýr til matar sem hefur verið "lógað"?Sögnin slátra er einkum notuð um að fella dýr sem hafa á til matar. Dýrin eru þá aflífuð og hlutuð sundur í hæfilega skammta og seld í matvöruverslunum. Slátr...

Nánar

Hvað eru margir hafernir lifandi á Íslandi?

Hafernir eru konungar loftsins á Íslandi. Ernir eru sjaldgæfir, en undir 100 pör eru til og hafa þeir verið í útrýmingarhættu í áratugi. Á síðustu árum hefur örnum fjölgað aðeins. Ernir verptu fyrrum um allt land en bændur töldu að þeir legðust á búfénað og drápu þá miskunnarlaust þar til þeir voru komnir í útrými...

Nánar

Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?

Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna. Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið....

Nánar

Hvað eru margir tindar í Himalajafjallgarðinum?

Í Himalajafjallgarðinum eru níu af tíu hæstu tindum heims. Everesttindur er sá allra hæsti, 8850 metrar á hæð. Í fjallgarðinum eru rúmlega 110 tindar hærri en 7300 metrar og um 200 rísa yfir 6000 metra. Að auki eru mörg hundruð lægri tindar. Himalajafjallgaðurinn er því talinn vera hæsti fjallgarður heims. Heitið ...

Nánar

Hvað eru margir gullernir eftir í heiminum?

Hér er einnig svar við spurningunni: Hvað eru gullernir stórir? Gullörninn (Aquila chrysaetos) er meðal kunnustu stórarna heimsins enda er hann mjög útbreiddur. Heimkynni hans ná yfir stóran hluta Evrasíu en gullernir finnast einnig í Norður-Afríku og í Norður-Ameríku, aðallega í vesturhluta álfunnar, frá Alaska ...

Nánar

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræ...

Nánar

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Þetta er góð spurning. Óneitanlegt er að sá sem fyrstur hóf ævilanga búsetu hér á landi var ekki Ingólfur Arnason heldur þræll Garðars Svavarssonar, nefndur Náttfari sem varð eftir á Íslandi með ambátt einni þegar húsbóndi hans flutti alfarinn af landinu. Sú staðreynd að Ingólfur Arnarson er talinn hafa verið f...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?

Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...

Nánar

Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?

Orðið bústólpi merkir ‘stoð og stytta búsins’ og er þá bæði átt við menn og skepnur. Orðið stólpi merkir ‘stoð, stöpull’, stólpinn er það sem heldur einhverju uppi. Bóndinn stýrir búinu, er stoðin sem allt hvílir á. Þannig er hann stólpi búsins. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans frá síðari hluta 18. aldar er það sa...

Nánar

Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?

Spurningin snýst í raun ekki síst um skilgreiningu á hugtakinu siðmenning. Mannfræðingar fást við kanna menningu. Menning er hér notað um hugtakið „culture“ sem algengt er í mörgum tungumálum af indóevrópskum uppruna. Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um al...

Nánar

Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?

Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...

Nánar

Fleiri niðurstöður